17.04.1968
Sameinað þing: 52. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 123 í D-deild Alþingistíðinda. (2756)

160. mál, náttúruvernd, friðun Þingvalla og þjóðgarða

Magnús Kjartansson:

Herra forseti. Eins og fram hefur komið, flutti ég hér brtt., þegar þetta mál var síðast til umr., en tilgangur þeirrar brtt. var sá að koma í veg fyrir mannvirkjagerð á Þingvöllum á meðan endurskoðun l. færi fram, til þess að ekki yrðu bundnar í verki hendur manna þeirra, sem eiga að framkvæma endurskoðunina, og Alþ., á eftir. Ég varð var við það á eftir, að sumum þótti orðalagið á brtt. minni nokkuð einstrengingslegt, en ég vil geta þess í því sambandi, að orðalagið er raunar tekið beint upp úr l. um friðun Þingvalla. Hins vegar hafa tveir af nm. í hv. allshn., þeir Jónas Árnason og Gísli Guðmundsson, flutt brtt. um sama efni með öðru orðalagi, og er það orðalag raunar sótt í grg. hv. allshn., sem n. stóð öll að. Ég þykist því mega gera mér vonir um, að um till. þeirra geti tekizt góð samstaða hér á þingi, og mun því fylgja henni, en draga till. mína til baka, þá sem er á þskj. 450.