14.12.1967
Efri deild: 33. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 634 í B-deild Alþingistíðinda. (515)

4. mál, innheimta gjalda með viðauka

Fjmrh. (Magnús Jónsson):

Herra forseti. Frv. þetta er þess efnis að heimila ríkisstj. á árinu 1968 að innheimta ýmis gjöld með viðauka, fyrst og fremst stimpilgjald og leyfisbréfagjöld með allt að 140% viðauka, og gjald af innlendum tollvörum með 50–740% álagi. Þetta frv. er samhljóða heimildum, sem ríkisstj. hafa verið veittar um langt árabil, og sé ég ekki ástæðu til þess að orðlengja frekar um það að öðru leyti en því, að það er þörf á að innheimta þessi gjöld á sama hátt á næsta ári.

Ég legg til, að frv. verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og hv. fjhn. og vil biðja n. að reyna að hraða störfum sínum, þannig að afgreiðslu frv. geti orðið lokið fyrir jólaleyfi, því að það þarf að hafa tekið gildi fyrir áramót.