11.10.1967
Sameinað þing: 0. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 11 í B-deild Alþingistíðinda. (9)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Svo sem kunnugt er, var um það ágreiningur fyrir alþingiskosningarnar í sumar, hvort I-listinn í Reykjavík væri utanflokkalisti, eins og yfirkjörstjórn Reykjavíkur taldi, eða annar framboðslisti Alþb. í Reykjavík, eins og landskjörstjórn taldi. Með hliðsjón af því, að stjórnmálasamtök Alþb. í Reykjavík, málgagn þess, Þjóðviljinn, og umboðsmenn framboðslista Alþb. hjá yfirkjörstjórn Reykjavíkur afneituðu I-listanum, og enn fremur með hliðsjón af því, að Hannibal Valdimarsson hefur kjörbréf sem utanflokkaþ.„ telur Alþfl. óeðlilegt, að Alþb. njóti góðs af atkv. I-listans við úthlutun uppbótarþingsæta. En þar eð landskjörstjórn telur einróma, að núgildandi lög heimili slík framboð og leggja beri atkv. slíkra lista saman og hefur þess vegna gefið út kjörbréf til Steingríms Pálssonar, mun þingfl. Alþfl. ekki greiða atkv. gegn kjörbréfinu, heldur sitja hjá við afgreiðslu þess. Hins vegar mun þingflokkurinn beita sér fyrir því, að kosningalögum verði breytt á þann veg, að slíkt geti ekki gerzt framvegis.