05.05.1969
Neðri deild: 88. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 960 í B-deild Alþingistíðinda. (1049)

195. mál, Háskóli Íslands

Gunnar Gíslason:

Herra forseti. Það er aðeins út af ásökunum hv. 6. þm. Reykv. og mótmælum hans út af þeim vinnubrögðum, sem viðhöfð voru í menntmn. Ég get raunar ekki fallizt á það, að það sé óeðlilegt, að menntmn. afgreiði frá sér mál, þó að þessi hv. þm. hafi ekki getað verið staddur á þessum fundi hennar. Ég hefði talið miklu óeðlilegra. að n. hefði beðið með afgreiðslu málsins, þegar það lá ljóst fyrir og var vitað, að form. n. þurfti að fara af þingi um skeið, og var miklu eðlilegra, að n. afgreiddi málið meðan form. hennar var viðstaddur og það miklu fremur, er hann var viðstaddur heldur en þessi hv. þm., enda hefur hann nóg tækifæri til þess að ræða um málið enn og bera fram sínar till. um það.