28.03.1969
Neðri deild: 73. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 1272 í B-deild Alþingistíðinda. (1357)

2. mál, Stjórnarráð Íslands

Frsm. (Matthías Bjarnason):

Herra forseti. Hæstv. forsrh. beindi þeim tilmælum til n. við 2. umr. um þetta frv. að taka til athugunar bréf, sem honum hafði borizt frá ráðuneytisstjórum í Stjórnarráðinu, sem voru tilteknar athugasemdir við þetta frv., en það hafði ekki verið sent n., þegar hún afgreiddi frv. frá sér og skilaði sínu nál., en n. taldi sjálfsagt að verða við þessum tilmælum og fór yfir þetta álit og athugasemdir, og var n. sammála um það að flytja ekki brtt. við frv. umfram það, sem hún hafði áður gert, sem fer að verulegu leyti saman við álit ráðuneytisstjóranna, þó að það séu nokkrar aðrar tilteknar athugasemdir, sem þeir gera við frv., en n. sér ekki ástæðu til þess að gera frekari brtt. á frv. og leggur því til, að það verði samþ. eins og það liggur nú fyrir við 3. umr.