17.04.1969
Neðri deild: 78. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 1730 í B-deild Alþingistíðinda. (1959)

120. mál, áfengislög

Vilhjálmur Hjálmarsson:

Því fer víðs fjarri, að ég hafi svo auðugt ímyndunarafl, að ég geti talið mér trú um, að áfengisvandamálið leysist, þó að við verði bætt nýrri tegund áfengis. Enn fremur tel ég þetta mál hvergi nærri svo stórt, að forsvaranlegt sé að efna til þjóðaratkvgr. um það, og segi því nei.