17.05.1969
Neðri deild: 97. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 2209 í B-deild Alþingistíðinda. (2305)

Starfslok deilda

Lúðvík Jósefsson:

Ég vil fyrir hönd okkar þdm. þakka hæstv. forseta fyrir hlý orð og góðar óskir í okkar garð. Ég þakka hæstv. forseta fyrir gott samstarf við okkur þm. og fyrir góða og röggsamlega fundarstjórn. Ég óska hæstv. forseta og fjölskyldu hans góðs sumars og vona, að við hittum hann hér á komandi hausti. Ég bið hv. þm. um að taka undir þessi orð mín til forseta með því að rísa úr sætum. — [Þingmenn risu úr sætum.]