30.04.1969
Sameinað þing: 45. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 917 í D-deild Alþingistíðinda. (3974)

283. mál, Kísilvegur

Fyrirspyrjandi (Jónas Jónsson):

Herra forseti. Ég hef leyft mér að bera fram fsp. þá, sem beint er til hæstv. samgrh., sem ég mun lesa, með leyfi hæstv. forseta:

l. Um hvaða heildarupphæð var samið við verktaka fyrir að leggja veg frá Laxamýri um Reykjahverfi og Hólasand til Reykjahlíðar?

2. Hve mikið hefur þegar verið greitt til verktaka og hve mikið vegna annars kostnaðar?

3. Hve mikill kostnaður er nú talinn ógreiddur alls og til verktaka?

4. Hefur komið til greiðslu dagsekta af hendi verktaka og hve mikilla?

5. Hefur verklýsingu verið breytt frá undirskrift samninga?

Fsp. þessa ber ég fram að beiðni manna, sem áhuga hafa á vegamálum í Suður-Þingeyjarsýslu.