20.02.1969
Neðri deild: 50. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 640 í B-deild Alþingistíðinda. (486)

137. mál, gjaldaviðauki

Fjmrh. (Magnús Jónsson):

Herra forseti. Frv. þetta er til framlengingar á heimildum til gjaldaviðauka, sem samþ. hafa verið hér á hinu háa Alþ. um langt árabil. Hér er ekki um neinar breyt. að ræða frá þeim gjaldaviðaukum, sem innheimtir hafa verið á undanförnum árum, og frv. þetta hefur um langa hríð verið samþ. ágreiningslaust hér á Alþ. Ég sé því ekki ástæðu til þess að orðlengja frekar um málið, en legg til, að frv. verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og hv. fjhn. (Gripið fram í.) Ég veit ekki, hvort ég má fara fram á að taka aftur till. mína og fara þess á leit við hv. d., að málið verði afgr. án n. Ég mun að sjálfsögðu ekki halda því til streitu, en það væri þægilegra á margan hátt. Raunverulega átti þetta mál að vera afgr. fyrir áramót, en hafði verið utanveltu með einhverjum hætti. Eins og ég sagði, þá hefur það jafnan verið afgr. ágreiningslaust. Það var afgr. í Ed. frá n. samhljóða á mjög skömmum tíma, raunar nánast formsatriði, þannig að mér er náttúrlega þökk í því, ef hv. þdm. vildu fallast á það að afgreiða málið héðan í dag.