10.04.1969
Efri deild: 71. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 817 í B-deild Alþingistíðinda. (815)

180. mál, stofnun og slit hjúskapar

Frsm. (Jón Þorsteinsson):

Herra forseti. Í 3. gr. l. um stofnun og slit hjúskapar frá 1921.segir:

„Nú verður festarkona þunguð af völdum festarmanns síns, og festar slitna síðan af ástæðum, sem hann á aðallega sök á, og skal hann þá gjalda henni hæfilegar bætur fyrir ráðspjöllin.“

Í 2. mgr. 4. gr. er enn fremur vikið að þessu og þar segir:

„Karlmanni verður eigi gert að greiða skaðabætur samkv. 3. gr.“ — þeirri, sem ég áðan las—„nema hann hafi verið 21 árs, er konan varð þunguð.“

Það, sem felst í þessu frv., sem hér er til umr., er að breyta þessu aldursmarki í 2. mgr. 4. gr. úr 21 ári í 20 ár og felast engar aðrar breytingar í frv. Þetta er gert til samræmis við aðrar aldursmarkabreytingar, sem áður hafa verið nefndar, og sé ég ekki ástæðu til þess að rekja það frekar.

Þessu frv. var vísað til allshn., og var hún sammála um að mæla með því, að frv. verði samþ.