30.04.1970
Efri deild: 88. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 948 í B-deild Alþingistíðinda. (1183)

127. mál, veiting ríkisborgararéttar

Frsm. (Jón Þorsteinsson):

Herra forseti. Frv. til l. um veitingu ríkisborgararéttar var samþ. hér í þessari hv. d. fyrir ekki mjög löngu, en frv. var flutt hér í þessari d. Síðan fór það til Nd. og er nú komið aftur, þar sem allmörgum nöfnum hefur verið bætt við.

Ég vil aðeins til skýringa, sem formaður allshn., sem fjallaði um þetta frv. benda á það, að eftir að málið var afgreitt hér í Ed., komu fram ærið margar umsóknir um ríkisborgararétt, sem Nd. hefur tekið til greina, og í öðru lagi voru nokkrar umsóknir um ríkisborgararétt, sem ekki voru teknar til greina hér í Nd., þegar málið var fyrst til meðferðar, vegna þess að það vantaði fullnægjandi skilríki, sem í sumum tilfellum hefur verið bætt úr, þannig að þessi viðbót við frv., þessi fjölgun nafna, er alls kostar eðlileg, að því er ég hygg.