22.01.1970
Efri deild: 37. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 57 í C-deild Alþingistíðinda. (2270)

18. mál, sveitarstjórnarlög

Axel Jónsson:

Ég er fylgjandi því, að l. um sýslunefndir og kosningar sýslunefnda verði tekin til endurskoðunar, en tel, að þær breytingar, sem hér eru lagðar til varðandi þessi mál, leysi ekki vanda og bendi sérstaklega á í því sambandi, að það ákv., sem er nú í sveitarstjórnarl. um fjölda í sveitarfélögum til að hafa sérstök réttindi, er miðað við 500 manns. Ég sé því ekki, hvers vegna hér er tekin fyrir talan 400. Ég tel, að þessi mál þurfi miklu ýtarlegri ath. við, heldur en verið hefur gert fram að þessu, og segi þar af leiðandi nei.