28.01.1970
Sameinað þing: 32. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 796 í D-deild Alþingistíðinda. (3731)

911. mál, greiðslur til Sofnlánasjóðs fiskiskipa

Fyrirspyrjandi (Geir Gunnarsson):

Herra forseti. Á sama þskj., 131, flytjum við sömu þm. fsp. til sjútvrh. um greiðslu af aflaverðmæti til Stofnlánasjóðs fiskiskipa og til útgerðarfyrirtækja. Þessar fsp. eru svo hljóðandi, með leyfi hæstv. forseta:

„Hversu miklu er áætlað, að greiðslur af óskiptu aflaverðmæti samkv. l. nr. 79 31. des. 1968 nemi á árinu 1969: 1. Í Stofnfjársjóð fiskiskipa: a) til togara, b) til annarra fiskiskipa? 2. Til útgerðarfyrirtækja sem hlutdeild í almennum útgerðarkostnaði?“