15.04.1970
Sameinað þing: 45. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 941 í D-deild Alþingistíðinda. (3917)

201. mál, nefndir

Ólafur Jóhannesson:

Herra forseti. Það er mér sérstök ánægja, ef hæstv. ríkisstj. ætlar framvegis að taka upp þá stefnu að fara að ráðleggingum mínum. En viðvíkjandi þessari sérstöku ráðleggingu þá vil ég aðeins segja það, að ég gat þess síðast, að fyrirspyrjandi væri ekki viðstaddur og hann mundi að sjálfsögðu skýra fsp. betur en ég gat gert, því að ég hefði aðeins lesið hana lauslega yfir. Ég hafði þá ekki gert mér grein fyrir þessu atriði, sem hann bendir réttilega á, að hann spyr um kostnað við þessar þingkjörnu nefndir, og það er atriði, sem að mínu viti er algerlega eðlilegt að beina til ríkisstj.