02.04.1971
Neðri deild: 82. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 1847 í B-deild Alþingistíðinda. (2037)

241. mál, sala hluta af landi jarðinnar Dysja og jarðarinnar Háagerðis

Magnús Kjartansson:

Herra forseti. Fyrst menn eru farnir að breyta till., þá vil ég benda hv. flm. á það, að þeir eru með þá tillögu hér, að við fyrirsögn bætist: „og jörðina Háagerði í Dalvíkurhreppi.“ Þá mundu lögin fjalla um heimild fyrir ríkisstj. til að selja Hafnarfjarðarkaupstað hluta af landi jarðarinnar Dysja í Garðahreppi og jörðina Háagerði í Dalvíkurhreppi, og þetta fær naumast staðizt, þannig að ég held, að það væri rétt að leiðrétta þetta einnig. (Gripið fram í: Ég held, að hv. þm. hafi ekki veitt athygli ræðu frsm. með till. — Forseti: Frsm. gerði grein fyrir því í sinni ræðu, að fallið hefði niður í prentuninni, svo að í fyrirsögnina bætist: og Dalvíkurhreppi.)