19.03.1971
Efri deild: 70. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 234 í C-deild Alþingistíðinda. (2615)

261. mál, listamannalaun

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Efni þessa máls er mjög einfalt. Í frv. felst það, að verði það samþ., verður tala þeirra listamanna, sem Alþ. veitir heiðurslaun, bundin við töluna 12, þ.e.a.s. þeir mega ekki verða fleiri en 12. Heiðurslaunalistamönnum hefur farið fjölgandi á undanförnum árum og það hefur komið fyrir, að á síðustu stundu hafi verið fluttar till. um að fjölga í heiðurslaunaflokknum. Að athuguðu máli þykja þetta ekki æskileg vinnubrögð og hitt er eðlilegra, að Alþ. ákveði í lögum, hversu margir megi flest vera í heiðurslaunaflokknum. Hefur talan 12 þá þótt hæfileg, en nú eru 11 í þessum flokki. Af samþykkt þessa frv. mundi leiða það, að við samþykkt næstu fjárl. ætti að bæta einum við í heiðurslaunaflokkinn, en ekki yrði hægt að gera till. um fleiri en einn.

Ég held, að þetta nægi ti1 skýringar á þessu einfalda máli, og ég leyfi mér, herra forseti, að leggja til, að frv. verði að lokinni þessari 1. umr. vísað til 2, umr. og hv. menntmn.