01.04.1971
Sameinað þing: 39. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 177 í D-deild Alþingistíðinda. (3663)

294. mál, landhelgismál

Forseti (BF):

Fundur er settur í sameinuðu Alþingi. Gengið er til dagskrár og fyrir tekið eina dagskrármálið, landhelgismál — útvarpsumr.

Umræðan í kvöld skiptist í tvær umferðir, 25–30 mín. á flokk í fyrri umferð, en 15–20 mín. í síðari umferð, eða samtals 45 mín. Röð flokkanna er þessi: Sjálfstæðisflokkur, Samtök frjálslyndra og vinstri manna, Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur og Alþýðubandalag. Ræðumenn verða fyrir Sjálfstfl. í fyrri umferð Jóhann Hafstein, í síðari umferð Matthías Á. Mathiesen og Jón Árnason, fyrir SF í fyrri umferð Björn Jónsson, í síðari umferð Hannibal Valdimarsson, fyrir Alþfl. í fyrri umferð Emil Jónsson og Birgir Finnsson, í síðari umferð Eggert G. Þorsteinsson, fyrir Framsfl. í fyrri umferð Ólafur Jóhannesson og Steingrímur Hermannsson, í síðari umferð Þórarinn Þórarinsson fyrir Alþb. í fyrri umferð Lúðvík Jósefsson og Jónas Árnason og í síðari umferð Gils Guðmundsson.

Hefst þá umr., og fyrstur tekur til máls Jóhann Hafstein forsrh. og talar af hálfu Sjálfstfl.