03.03.1971
Efri deild: 56. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 789 í B-deild Alþingistíðinda. (655)

23. mál, framleiðnisjóður landbúnaðarins

Ásgeir Bjarnason:

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. landbrh. fyrir þessar upplýsingar, og ég held, að ég skilji það rétt, að það sé einskis að vænta á þessu ári af fjármagni til sláturhúsauppbyggingar, nema ef kynni að vera einhver loforð upp á framtíðina. Og í öðru lagi, að það sé verið á ný að endurskoða þær tillögur, sem n. Framleiðsluráðs gerði nú fyrir nokkrum árum síðan og finna á þeim flöt, sem hægt væri að koma í framkvæmd. Ég vona, að ég hafi skilið þetta rétt, að það liggi ljóst fyrir, að þarna sé ekki um annan aðila að að ræða, sem geti greitt úr sláturhúsauppbyggingunni, en framleiðnisjóðinn, þegar hann fær fjármagn á næsta ári, 1972.