17.05.1972
Neðri deild: 82. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 1739 í B-deild Alþingistíðinda. (1676)

252. mál, vitagjald

Frsm. (Garðar Sigurðsson):

Herra forseti. Eins og segir í nál. á þskj. 850, þá hefur n. rætt þetta mál, 252. mál, frv. til l. um vitagjald, og komizt að þeirri niðurstöðu að mæla einróma með samþykkt þess. N. leit svo á, að hækkun úr 4 kr. í 10 á rúmlest væri sízt of mikil miðað við hækkanir á flestum eða öllum sviðum á tímabilinu 1960–1972. Í aths. við frv. er gerð grein fyrir þeim breytingum, sem orðið hafa á lögum um vitagjald frá 1911, og því, að ýmis ákvæði laganna eru orðin úrelt. Auk þess segir í aths., að það sé tekið skýrt fram í 2. gr., að tekjunum af vitagjaldi skuli varið til viðhalds vitakerfis landsins, og að lokum, að nauðsynlegt sé að færa gjöldin nokkuð til samræmis við núgildandi verðlag.