19.05.1972
Efri deild: 92. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 1785 í B-deild Alþingistíðinda. (1772)

237. mál, lögreglumenn

Auður Auðuns:

Herra forseti. Það eru nú farnar að koma fram ýmsar túlkanir hér í hv. þd., sem ég held, að menn gætu nú kannske verið alveg sammála um. En að halda því fram, að þó að sá formgalli sé á lögum, sem hafa verið afgreidd, að þau kveði ekki á um afnám einhvers ákvæðis og slíkur formgalli valdi því, að ný lagaákvæði öðlist ekki lagagildi, þeirri túlkun vil ég mótmæla.