18.05.1972
Neðri deild: 85. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 1800 í B-deild Alþingistíðinda. (1818)

77. mál, veiting ríkisborgararéttar

Forseti (GilsG):

Það eru nú enn fjórir hv. þm. á mælendaskrá í þessu máli og sýnt, að umr. geta orðið nokkrar. Ég mun fresta þessari umr. og mælast til þess við hv. allshn. þessarar d., að hún kanni þetta atriði, sem hér er um rætt og um deilt, og athugi, hvort á því verði fundin lausn, því að mér sýnist, að ef það yrði ekki, þá stefni óðfluga að því, að þetta frv. dagi uppi, og held ég, að rétt sé að freista þess, að svo verði ekki. Það er sýnt, að það verður kvöldfundur í d. eftir kvöldmat, og ég mun nú fresta umr. um þetta mál og það er tekið út af dagskrá, en þeim tilmælum beint til n. að líta á málið, sem yrði þá tekið fyrir hér á kvöldfundi þeim, sem væntanlega hefst kl. 9.