18.12.1971
Efri deild: 35. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 169 í B-deild Alþingistíðinda. (241)

22. mál, gjaldaviðauki

Frsm. (Ragnar Arnalds):

Herra forseti. Fjhn. d. hefur fjallað um frv. til l. um innheimtu ýmissa gjalda með viðauka. Óþarft mun að eyða mörgum orðum að þessu frv. Frv. svipaðs efnis hafa verið samþ. hér á Alþ. um margra ára skeið, og er þarna einungis um það að ræða, að heimilt er að innheimta tiltekin gjöld með sama hætti og gert hefur verið áður, stimpilgjöld og gjöld af innlendum tollvörutegundum og fleiri gjöld. N. hefur athugað frv. og leggur til, að það verði samþ. óbreytt.