18.12.1971
Efri deild: 35. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 172 í B-deild Alþingistíðinda. (259)

121. mál, vörugjald

Frsm. (Ragnar Arnalds):

Herra forseti. Fjhn. d. hefur haft til meðferðar frv. til l. um vörugjald. Frv. hefur verið afgr. í Nd., og á fundi fjhn. Ed. gerði Þórhallur Ásgeirsson ráðuneytisstjóri nokkra grein fyrir þessu máli og gaf ýmsar upplýsingar. Fjhn. Ed. hefur nú ekki fjallað jafnítarlega um málið eins og fjhn. Nd., en hefur aflað sér upplýsinga um eðli þess.

Það liggur fyrir, að hér er um að ræða, að skapað verði jafnræði milli innlendra og innfluttra vara hvað snertir ákveðnar álögur á þessar vörutegundir. Samkv. samkomulagi Íslands um aðild að Fríverzlunarsamtökum Evrópu verða innflutningshömlur á sælgæti afnumdar í áföngum á árunum 1972–1975. Jafnframt verða tollar á innfluttu sælgæti frá aðildarríkjum EFTA lækkaðir á árunum 1970–1980 í ákveðnum áföngum. Má því segja, að flutningur og samþykkt þessa frv. sé bein afleiðing téðra ákvæða í samningnum um aðild íslands að EFTA. Fjhn. leggur til, að frv. verði samþ. óbreytt.