07.12.1971
Sameinað þing: 21. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 2496 í B-deild Alþingistíðinda. (2704)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Forseti (EystJ):

Mér hefur borizt svo hljóðandi bréf: „Reykjavík, 6. des. 1971.

Jónas Árnason, 5. þm. Vesturl., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og mun því ekki geta sótt þingfundi næstu vikur, leyfi ég mér að biðja um fjarvistarleyfi og með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþ. að óska þess, að 1. varamaður Alþb. í Vesturlandskjördæmi, Skúli Alexandersson framkvæmdastjóri, taki sæti á Alþ. í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt.

Gils Guðmundsson,

forseti Nd.

Kjörbréf Skúla Alexanderssonar hefur verið skoðað áður og hann tekið sæti áður á Alþ. á þessu kjörtímabili, og býð ég hann velkominn til starfa.