06.03.1972
Neðri deild: 46. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 2507 í B-deild Alþingistíðinda. (2740)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Forseti (GunnG):

Svo hljóðandi bréf hefur borizt: „Reykjavík, 4. marz 1972.

Þar sem ég mun dvelja erlendis næstu vikur í opinberum erindum, óska ég, að 1. varaþm. Framsfl. í Reykjavík, Tómas Karlsson, taki sæti mitt á Alþ. í fjarveru minni.

Þórarinn Þórarinsson,

4. þm. Reykv.

Til forseta neðri deildar Alþingis.“

Tómas Karlsson, 1. varaþm. Framsfl. í Reykjavík, hefur áður á þessu þingi tekið sæti á þingbekk, og býð ég hann velkominn til starfa.