15.03.1972
Sameinað þing: 49. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 2510 í B-deild Alþingistíðinda. (2754)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Forsrh. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Hv. 5. þm. Reykn. beindi einni spurningu til mín hér áðan, hvort ríkisstj. hefði ákveðið það, hversu lengi þing skyldi standa. Þessu er því til að svara, að það hefur ríkisstj. að sjálfsögðu ekki gert. Slík ákvörðun nú væri með öllu ótímabær að mínum dómi. Þingið hefur mörgum málum að sinna nú, og það verður auðvitað að ráðast eftir atvikum, hversu hratt því tekst að afgreiða þau mál. Það er auðvitað ekkert heldur, sem rekur á eftir í sjálfu sér, að þing standi ekki eins og á þarf að halda, þar sem þm. eru í raun og veru nú fastir starfsmenn til ársins.

Hinn nýi þingmaður, Sigurður Blöndal vann drengskaparheit um að halda stjórnarskrá landsins.