15.05.1972
Sameinað þing: 69. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 2513 í B-deild Alþingistíðinda. (2773)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Forseti (EystJ):

Mér hefur borizt svo hljóðandi bréf:

„Reykjavík, 13. maí 1972.

Gunnar Gíslason, 2. þm. Norðurl. v., hefur ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég vegna embættisanna mun ekki geta sótt þingfundi á næstunni, leyfi ég mér að biðja um fjarvistarleyfi og með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþ. að óska þess, að 1. varamaður Sjálfstfl. í Norðurlandskjördæmi vestra, Eyjólfur K. Jónsson ritstjóri, taki sæti á Alþ. í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt.

Gils Guðmundsson,

forseti Nd.

Eyjólfur K. Jónsson hefur átt sæti áður á þessu þingi og hans kjörbréf verið skoðað og samþykkt.

Enn fremur hefur borizt svo hljóðandi bréf: „Reykjavík, 13. maí 1972.

Pálmi Jónsson, 1. þm. Norðurl. v., hefur ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég vegna anna heima fyrir mun ekki geta sótt þingfundi á næstunni, leyfi ég mér að biðja um fjarvistarleyfi og með skírskotun til 138. gr. l. um kosningar til Alþ. að óska þess, að vegna forfalla 2. varamanns taki 3. varamaður Sjálfstfl. í Norðurlandskjördæmi vestra, Halldór Þ. Jónsson lögfræðingur, sæti á Alþ. í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um, að þér látið fara fram í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamannsins.

Gils Guðmundsson,

forseti Nd.

Þá hefur borizt hér þriðja bréfið:

„Reykjavík, 13. maí 1972.

Jón Skaftason, 2. þm. Reykn., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og mun ekki geta sótt þingfundi á næstunni, leyfi ég mér að biðja um fjarvistarleyfi og með skírskotun til 138. gr. l. um kosningar til Alþ. að óska þess, að vegna forfalla 1. varamanns taki 2. varamaður Framsfl. í Reykjaneskjördæmi, Hilmar Pétursson skrifstofumaður, sæti á Alþ. í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um, að þér látið fram fara í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Gils Guðmundsson,

forseti Nd.

Samkv. þessu leyfi ég mér að biðja hv. kjörbréfanefnd að skoða kjörbréf þessara tveggja varamanna, og gef ég til þess 8 mín. fundarhlé. — [Fundarhlé.]