18.12.1971
Neðri deild: 31. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 403 í B-deild Alþingistíðinda. (328)

86. mál, Framkvæmdastofnun ríkisins

Bjarni Guðnason:

Herra forseti. Ég er hlynntur þeirri tilhögun framkvæmdaráðs Framkvæmdastofnunarinnar, sem þessi till. gerir ráð fyrir, en þar sem ríkisstj. og stjórnarflokkar hafa orðið ásáttir um aðra skipan en till. gerir táð fyrir, vel ég þann kostinn að sitja hjá. Ég greiði ekki atkv. Og ég vil leyfa mér í þessu sambandi, þó að það sé ekki samkv. þingvenju, að bæta við svofelldum orðum:

Ég hef skömm á þeim málflutningi einstakra þm., sem leyfa sér að verja pólitíska veitingu bankastjóraembætta sem merki um þroskaða lýðræðisvitund.