13.12.1971
Neðri deild: 26. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 418 í B-deild Alþingistíðinda. (345)

126. mál, almannatryggingar

Heilbr.- og trmrh. (Magnús Kjartansson):

Herra forseti. Ég vil aðeins þakka hv. þm. Gylfa Þ. Gíslasyni fyrir mjög góðar undirtektir við þá ósk, sem ég bar hér fram um stuðning við það, að þetta mál fái skjóta afgreiðslu, og ég skil það vel, að menn áskilji sér rétt til þess að íhuga það og koma með hugmyndir um breytingar á því.

En í sambandi við það, sem hv. þm. sagði um þá hlið málsins, hver ætti að borga, þá vil ég henda hv. þm. á það, að hér á borðum þm. liggja nú frv. til l. um breyt. á lögum um tekjuskatt og eignarskatt og enn fremur frv. til l. um tekjustofna sveitarfélaga. Í þessum frv. eru svör ríkisstj. við þessum spurningum. Að sjálfsögðu hefur þessum hv. þm. og öðrum ekki gefizt neinn tími til þess að lita á þessi frv., ég geri mér það fullkomlega ljóst. En þessi frv. eru komin fram, og þar á að vera svarið við þessum spurningum.