20.01.1972
Sameinað þing: 29. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 189 í D-deild Alþingistíðinda. (3547)

48. mál, umboðsmaður Alþingis

Flm. (Pétur Sigurðsson):

Herra forseti. Það eru aðeins örfá orð. Ég vil þakka hv. þm., sem hafa tekið til máls og rætt málið, fyrir ágætar undirtektir þeirra. Ég gat þess skýrt og skilmerkilega í minni framsöguræðu, hverjir hefðu verið upphafsmenn að flutningi þessa máls hér á Alþ. En mér þykir vissuleg mjög leiðinlegt að hafa ekki getið að verðleikum þáttar hæstv. utanrrh. í þessu máli, og bið ég hann velvirðingar þar á, enda hefur hann rækilega skýrt sinn þátt í því nú í sinni ræðu. Hins vegar veit ég, að hann fyrirgefur mér. Ég vakti sérstaka athygli á hans stórmerkilega þætti í því að koma Rauða-Kína inn í Sameinuðu þjóðirnar, og ég vona, að hann leggi það að líku, þannig að hann misvirði þetta ekki við mig til lengdar.