16.11.1971
Sameinað þing: 14. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 474 í D-deild Alþingistíðinda. (3974)

32. mál, námskostnaður og styrkir til að jafna námsaðstöðu æskufólks í strjálbýli

Menntmrh. (Magnús T. Ólafsson):

Herra forseti. Hv. 5. þm. Austf. vakti hér athygli á máli, sem skylt er því, sem rætt er, þótt það sé á öðru skólastigi; sem sagt vandamáli þeirra heimila, þar sem efnahagur er svo bágborinn, að torvelt er að greiða fæðiskostnað barna á skyldunámsaldri, sem sækja heimavistarskóla, og beindi til mín þeirri spurningu, hvort það mál hefði verið athugað sérstaklega á vegum menntmrn. og hvort ákveðnar óskir hefðu komið fram til rn. um úrbætur á því sviði. Því er til að svara, að mér er ekki kunnugt um, að rn. hafi gert könnun á því, hversu mikil brögð kunni að því að vera, að börn fari jafnvel á mis við skólagöngu af þessum sökum. Það þarf þó ekki að þýða, að engin þeim málum, sem um er rætt í þessari þáltill. Það hefur verið skipuð nefnd af hans hálfu til þess að semja frv. til l. um jöfnun námsaðstöðu og áður hefur verið samþ. hér á hv. Alþ. ályktun, er gengur nokkuð í sömu átt og sú, er hér er til meðferðar. Eigi að síður eru dregnir fram þættir í þessari till., sem lítt hefur borið á góma fram til þessa, og með tilliti til þess tel ég, að sú till., sem hér er til umr., hafi verulegt gildi fyrir svo utan það, að hún styður það mikla nauðsynjamál, sem hér er á ferðinni. Þeir þættir, sem ég gat um, að hér væru dregnir fram, eru fyrst og fremst að efna til rannsókna í samráði við landshlutasamtök og einstakar sveitarstjórnir á kostnaði og fjárhagslegri getu æskufólks í landinu til þess að sækja nám. Ég á sæti í þeirri nefnd, sem hefur fjallað um úthlutun þess fjár, sem veitt hefur athugun hafi verið gerð, því að eins og hv. þm. er kunnugt, er ég ekki búinn að vera svo lengi vistaður í þessu rn., að mér hafi unnizt tími til að kanna þar fyrri athuganir, það sem gert kann að hafa verið. Sömuleiðis er því til að svara um málaleitanir af þessum sökum, að þær hafa ekki fyrir mig komið síðan ég settist í stól menntmrh., en ég mun að sjálfsögðu, eftir að mér hefur verið sérstaklega bent á þetta mál, gera gangskör að því að athuga, hvort þar liggja fyrir erindi eða athuganir, sem ekki hefur borið enn fyrir mín augu.