21.12.1972
Neðri deild: 40. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 1723 í B-deild Alþingistíðinda. (1326)

Þinghlé

Gylfi Þ. Gíslason:

Herra forseti. Fyrir hönd okkar þdm. leyfi ég mér að þakka hæstv. forseta hlýjar og góðar óskir í okkar garð. Ég þakka honum fyrir hönd okkar allra góða, röggsamlega og réttláta fundarstjórn og góða samvinnu við okkur þm. í hvívetna. Ég óska honum og fjölskyldu hans gleðilegrar jólahátíðar og góðs komandi árs. Ég vona, að við megum öll hittast hér aftur heil á háfi, þegar fundir Alþ. hefjast að nýju á nýbyrjuðu ári. — Ég bið hv. þdm. að taka undir óskir mínar með því að rísa úr sætum. [Þm, risu úr sætum.]