28.03.1973
Efri deild: 79. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 2833 í B-deild Alþingistíðinda. (2216)

201. mál, happdrætti Háskóla Íslands

Forsrh. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Ég vil aðeins leyfa mér að þakka n. fyrir skjóta afgreiðslu og láta í ljós, að ég fellst alveg á þá afgreiðslu á málinu, sem hún leggur til. Enn fremur fellst ég að sjálfsögðu á þá breytingu, sem hún leggur til, að gerð verði á heiti frv. Þetta heiti hefur haldizt of lengi og er um stofnun happdrættis, og því er rétt að breyta því.