11.04.1973
Neðri deild: 86. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 3360 í B-deild Alþingistíðinda. (2898)

232. mál, kaupstaðarréttindi til handa Dalvíkurkauptúni

Forsrh. (ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Út af því, sem kom fram hjá hv. þm. Stefáni Valgeirssyni, vil ég taka það fram, að ég treysti mér ekki til að segja um það, hvort bréfi, sem borizt hefur til rn. um þetta efni, hefur verið svarað eða ekki. En hitt er þá rétt, að ég upplýsi um leið, að sýslumaður Eyjafjarðarsýslu hefur rætt um þetta mál við mig og það er fullur vilji hjá honum til að koma því þannig fyrir, að fulltrúi geti verið a.m.k. einhverja daga vikunnar á Dalvík. Ég hygg, að það verði ekki fyrirstaða gegn því, að hægt sé að koma því fyrirkomulagi á. Þetta ber ekki á neinn hátt að skoða sem andmæli við frv., sem hér liggur fyrir.