18.04.1973
Efri deild: 100. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 3809 í B-deild Alþingistíðinda. (3449)

Starfslok efri deildar

Geir Hallgrímsson:

Herra forseti. Ég vil leyfa mér fyrir hönd okkar þdm. að flytja hæstv. forseta beztu þakkir fyrir ágæta og réttláta og röggsama fundarstjórn og hina prýðilegustu samvinnu við okkur þdm. í hvívetna, lipurð og samvinnuvilja. Fyrir hönd okkar allra óska ég forseta. gleðilegs sumars, um leið og við þökkum honum fyrir veturinn, og læt í ljós þá ósk og von, að við megum hitta hann heilan hér aftur, þegar við komum saman í haust.

Ég vil biðja þdm. að staðfesta þessi orð mín og þakkir í garð forseta með því að rísa úr sætum. — [Þdm. risu úr sætum.]