16.12.1972
Neðri deild: 25. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 1331 í B-deild Alþingistíðinda. (970)

125. mál, eiturefni og hættuleg efni

Heilbr.- og trmrh. (Magnús Kjartansson):

Herra forseti. Hér er um afar einfalt frv. að ræða. Það voru samþ. hér á þingi lög um eiturefni og hættuleg efni á árinu 1968, og fylgdu þeim listar yfir eiturefni og hættuleg efni, og öðluðust þessir listar lagagildi með því. Nú er hins vegar nauðsynlegt orðið að breyta þessum listum, og það er dálítið þunglamaleg aðferð að þurfa að gera það með lagabreytingum hverju sinni, þannig að í þessu frv. felst heimild til ráðh. til þess að breyta þessum listum með setningu reglugerðar samkv. till. þeirra sérfróðu aðila, sem um það fjalla.

Ég legg til, herra forseti, að málinu verði að lokinni umr. vísað til 2. umr. og hv. heilbr: og trn.