18.12.1973
Sameinað þing: 38. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 1551 í B-deild Alþingistíðinda. (1419)

394. mál, innflutningur á olíu og olíuverð

Sjútvrh. (Lúðvík Jósepsson):

Herra forseti. Spurt er um, hvort ríkisstj. hafi kannað, hvort þeir aðilar, sem stjórnvöld hafa gert samninga við um innflutning á olíu, geti staðið við þá að því er varðar magn. Þeir aðilar í viðskrn., sem aðallega hafa haft með þessi mál að gera, telja, að engin ástæða sé til að óttast, að þeir aðilar, sem samið hefur verið við, geti ekki og muni ekki standa við þá samninga, sem gerðir hafa verið.

Í öðru lagi er spurt: „Hyggst ríkisstj. létta með einhverjum hætti byrðar þeirra heimila, sem verða að hita híbýli sín með olíu?“ Þetta mál hefur verið rætt í ríkisstj. nokkrum sinnum, en um málið hefur enn engin ákvörðun verið tekin.