12.02.1974
Sameinað þing: 53. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 2118 í B-deild Alþingistíðinda. (1890)

194. mál, fullorðinsmenntun

Fyrirspyrjandi (Stefán Gunnlaugsson):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðh. fyrir svör hans. Hann hefur gert hér grein fyrir skipun n., sem hefur starfað að undirbúningi frv. til l. um fullorðinsmenntun og fullorðinsfræðslu, og hann hefur greint frá því, hvernig starf þessarar n. hefur gengið. Gagnasöfnun sé lokið, sagði hann, og n. væri við það að ljúka sínu starfi endanlega. Ég fagna því, að þetta mál skuli vera komið á þann rekspöl, svo sem kom fram í ræðu hans, og vænti þess, að það frv. til l, um þetta mál sjái hér dagsins ljós á hinu háa Alþ. hið allra fyrsta.