13.02.1974
Neðri deild: 61. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 2197 í B-deild Alþingistíðinda. (1964)

Umræður utan dagskrár

Utanrrh. (Einar Ágústsson):

Herra forseti. Það má sjálfsagt deila um það, hvernig bregðast eigi við slíkum orðsendinguna, ég get fallist á það. Það, .sem ráðuneytisstjórinn gerði, var einungis, að hann sagði mér frá þessu og ég aftur menntmrh. Okkur hefur aldrei komið til hugar að beina neinum slíkum tilmælum til sjónvarps, útvarps eða annarra fjölmiðla, að þeir væru ófrjálsir að því að skrifa, tala eða flytja það, sem þeim þætti rétt. Þetta vildi ég láta koma fram í tilefni af ummælum hv. 8. landsk., en skal að öðru leyti ekki blanda mér í þessar umr.