19.02.1974
Sameinað þing: 57. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 2280 í B-deild Alþingistíðinda. (2045)

216. mál, bankaútibú í Ólfsvík eða á Hellissandi

Fyrirspyrjandi (Benedikt Gröndal):

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðh. fyrir svör hans við fsp. minni og þó alveg sérstaklega fyrir þær skoðanir, sem hann lét í ljós á bankaútibásmálum, sem fara að verulegu leyti saman við mínar. Ef sú hreyfing er á útibúsmálunum, sem hann skýrði frá, vil ég láta í ljós þá von, að það vandamál, sem hér hefur verið rætt fáist leyst á þeim vettvangi og í þeim vinsamlega anda skilnings sem kom fram hjá ráðh. Það hafa komið fram skýrari og frekari röksemdir fyrir þörfinni á bankaútibúi og bankaþjónustu á þessu svæði, og ég vil aðeins segja að lokum, að ég lít á það sem sjálfsagðan hlut, að svona mál verði leyst í vinsamlegri samvinnu við sparisjóði og sveitaryfirvöld á þessu svæði.