28.02.1974
Sameinað þing: 62. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 2418 í B-deild Alþingistíðinda. (2223)

214. mál, fjölgun starfsmanna í stjórnarráðinu

Fjmrh. (Halldór E. Sigurðsson):

Herra forseti. Svar mitt við fsp. hv. 7. þm. Reykv. á þskj. 371 um starfsmenn Stjórnarráðs Íslands er miðað við fjárlagaafgreiðslu fyrir árið 1971 annars vegar, eins og þar var ákveðið, og 1974 hins vegar, svo að þar á að vera um sambærilegar tölur að ræða.

Í forsrn. voru 5 fastir starfsmenn 1971, nú eru þeir 7 fastir og 1/2 lausráðinn, svo að fjölgunin er 21/2.

Í menntmrn. voru 351/2 fastráðnir starfsmenn, enginn lausráðinn, nú eru þeir 42 fastráðnir og 1/2 maður lausráðinn, svo að fjölgunin er 7 menn.

Í utanrrn. voru 25 fastráðnir, 1/2 lausráðinn, alls 251/2, nú eru þeir 25 fastráðnir, enginn lausráðinn, fækkun er 1/2 maður.

Í landbrn. voru 7 starfsmenn fastráðnir, nú eru 7 menn fastráðnir og 11/2 lausráðnir, fjölgunin er 11/2 maður.

Í sjútvrn. voru 5 fastráðnir, enginn lausráðinn, nú eru 6 fastráðnir, einn lausráðinn, alls 7 menn, fjölgunin 2 menn.

Í dómsmrn. voru 11 fastráðnir starfsmenn, 2 lausráðnir, alls 13, nú eru 11 fastráðnir starfsmenn þar, 1 lausráðinn, og fækkunin er 1 maður.

Í félmrn. voru 7 menn fastráðnir, enginn lausráðinn, nú eru 81/2 fastráðinn og 1/2 lausráðinn, hér er því um 9 menn að ræða, en fjölgunin er 2 menn.

Í heilbr.- og trmrn. voru 4 menn fastráðnir, enginn lausráðinn, nú eru þar fastráðnir 9 menn, fjölgunin er 5 menn.

Í fjmrn. voru 15 menn fastráðnir, nú eru fastráðnir þar 20 menn, fjölgunin er 5 menn.

Í ríkisbókhaldinu voru 9 menn fastráðnir, 2 menn lausráðnir, alls 11, nú eru þar 16 menn fastráðnir, fjölgunin er 5 menn.

Ríkisfjárhirslan, þar voru 5 menn fastráðnir, nú eru þar 6 fastráðnir, fjölgunin er einn maður. Í samgrn. voru 5 menn fastráðnir 1911 og 1/2 maður lausráðinn, eða 51/2 maður, nú eru 61/2 fastráðnir, 1/2 maður lausráðinn, 7 menn alls, fjölgunin 11/2 maður.

Í iðnrn. voru 4 menn fastráðnir, enginn lausráðinn, nú eru þar 61/2 fastráðnir, 1 maður lausráðinn, alls 71/2, fjölgunin er 31/2.

Í viðskrn. voru 11 menn fastráðnir, nú eru þar einnig 11 menn fastráðnir og 1/2 maður lausráðinn, fjölgunin er 1/2 maður.

Í Hagstofu Íslands voru 25 menn fastráðnir, 4 menn lausráðnir eða alls 29, þar starfa nú 27 fastráðnir, 4 menn lausráðnir eða 31 maður, fjölgunin er 2 menn.

Í ríkisendurskoðuninni voru 261/2 maður fastráðnir, 3 lausráðnir eða 291/2 maður, nú eru 301/2 maður fastráðnir, 2 lausráðnir, alls 321/2 , fjölgunin 3 menn.

Í fjárlaga- og hagsýslustofnuninni voru 4 menn fastráðnir, enginn lausráðinn, nú eru þar 6 menn fastráðnir, fjölgunin er tveir menn. Alls er því um að ræða aukningu á lausráðnum og fastráðnum mönnum 42 á þessu tímabili.

Til viðbótar þessu vil ég geta þess, að hjá ríkisbókhaldinu hefur orðið sú breyting á, að ríkisbókhaldið hafði á hendi uppgjör fyrir 28 stofnanir 1971, en hefur nú á hendi uppgjör fyrir 98 stofnanir. Sama er að segja um ríkisendurskoðunina, að h,já henni hefur verkefnum fjölgað verulega. Einnig er það svo með launadeild fjmrn., að á árinu 1973 fengu þar 15 þús. einstaklingar einhverjar launagreiðslur. Eru það 15% af framteljendafjölda landsins. Launaupphæðin var 4 milljarðar 400 þús. eða 10% af heildarlaunagreiðslum í landinu samkv. því, sem lesið verður úr upplýsingum um launaskatt. Launaafgreiðslum fylgir innheimta opinberra gjalda. Alls var þannig innheimt í útsvör og þinggjöld á árinu 1973 870 millj. kr., þar af Gjaldheimtan í Reykjavík með 550 millj. kr., sem er rúmlega 10% af innheimtu slíkra gjalda hjá Gjaldheimtunni. Þetta leiðir af því, að til útborgunar hjá launadeild fjmrn. hafa komið 70 stofnanir á þessu tímabili, sem hér um ræðir.

Þetta svar, vona ég, að nægi hv. þm. við fsp. hans.