12.03.1974
Sameinað þing: 65. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 2709 í B-deild Alþingistíðinda. (2460)

245. mál, öryggisráðstafanir fyrir farþegaflug

Fyrirspyrjandi (Benedikt Gröndal):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svör hans. Mér fannst þau leiða í ljós það, sem ég vildi fá fram, að íslensk yfirvöld hafi gert sér ljóst, að hér er um hættu að ræða, sem verður að reyna að fyrirbyggja, og nokkuð hefur verið til þess gert að þjálfa íslendinga í þeim störfum, sem nauðsynleg eru til þess að hægt sé að hafa uppi lágmarkseftirlit. Ég mun svo, eins og ég sagði fyrra sinnið, ekki fara út í frekari umr. um einstök hugsanleg atvik, en ítreka þakkir mínar til ráðherrans.