13.03.1974
Efri deild: 76. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 2722 í B-deild Alþingistíðinda. (2484)

Afgreiðsla mála úr nefndum

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Ég fagna því, að frv. um virkjun við Kröflu eða Námafjall skuli loksins fá afgreiðslu úr n., og vona, að form. n. standi við það, svo að málið geti fengið afgreiðslu úr d. sem fyrst. Sá dráttur, sem hefur orðið á afgreiðslu frv., hefur þegar valdið verulegum töfum í þessu máli, vegna þess að engin alvara er á bak við það hjá stjórnvöldum að reyna að greiða fyrir þessu máli. Þess vegna er nauðsynlegt, að þingið láti til sín heyra um það og veiti þegar í stað þessa heimild, til þess að nauðsynlegur skriður komist á virkjunarframkvæmdirnar fyrir norðan til að bæta úr þeim orkuskorti, sem þar er.