13.03.1974
Efri deild: 76. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 2725 í B-deild Alþingistíðinda. (2491)

262. mál, mat á sláturafurðum

Fjmrh. (Halldór E. Sigurðsson):

Herra forseti. Ástæðan til þess, að þetta var ekki tekið upp óbreytt eins og það var í eldri lögum, var sú reynsla, sem landbn. taldi, að væri fyrir hendi, að yfirleitt hefðu héraðsdýralæknir og yfirdýralæknir verið báðir í ráðum, er slík leyfi hefðu verið gefin. Ég hef hins vegar ekki haft neinn sérstakan áhuga á því, á hvern hátt þetta sé gert, og tel ekki um að efast, að n. sú, sem fær þetta mál til meðferðar, leiti álits hjá yfirdýralækni um það. Hann getur gefið þær upplýsingar, sem bestar eru um þetta mál að hafa. Rn. taldi, að þetta yrði svipað í framkvæmd eftir breyt. og áður, og því var þetta orðað á þennan hátt.