25.03.1974
Efri deild: 88. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 3066 í B-deild Alþingistíðinda. (2727)

113. mál, skipulag ferðamála

Frsm. (Páll Þorsteinsson):

Herra forseti. Við 2. umr. þessa máls lágu fyrir nokkuð margar brtt. við frv. á þskj. 451 og 463. Allmargar af þessum brtt. voru samþ., og atkvgr. fór á þann veg, að ekki var alls kostar samræmi í afgreiðslunni í sambandi við einstök atriði frv. Við, sem mæltum fyrir brtt., þ.e. ég, sem mælti fyrir brtt. á þskj. 451, og hv. 2. þm. Vesturl., Jón Árnason, sem mælti fyrir brtt. á þskj. 463, höfum lesið frv., eins og það er prentað eftir 2. umr. í Ed., þskj. 551, og borið það saman við upphaflega frv. og okkur virðist, að það þurfi varðandi tvö atriði í frv. að gera leiðréttingu, það eru ekki efnisatriði, heldur leiðréttingar.

Annað atriðið er í 6. gr., kafla II. Þjónustustarfsemi. Þar hefur svo til tekist við atkvgr. eftir 2. umr., að nálega samhljóða ákvæði er á tveimur stöðum í gr., þ.e. 8. tölul. í Il. kafla og I. tölul. í IV. kafla. Þeir eru nálega samhljóða. Þetta þarf að leiðrétta, og leggjum við því til. að 8. tölul. í II. kafla í 6. gr. falli niður.

Hitt atriðið er það, að í brtt. á þskj. 463 var lagt til, að Ferðaskrifstofa ríkisins skyldi starfa áfram sem sjálfstæð stofnun. Þetta efnisatriði í brtt. náði ekki samþykki við atkvgr., en á hinn bóginn var samþykkt orðalagsbreyting á ákvæðum til bráðabirgða I, sú orðalagsbreyting var miðuð við þær till., sem gerðar voru, að Ferðaskrifstofa ríkisins héldi áfram sjálfstæðri starfsemi. Þar sem það efnisatriði var fellt, þarf að lagfæra fyrri málsgr. í ákvæðum til bráðabirgða í í samræmi við þessa efnislegu niðurstöðu.

Ég leyfi mér því að lýsa brtt. svofelldum, þ.e. brtt. við frv. til l. um skipulag ferðamála, frá Páli Þorsteinssyni og Jóni Árnasyni.

„1. Við 6. gr. II. kafla. Þjónustustarfsemi. 8. tölul. falli niður.

2. Við ákvæði til bráðabirgða. 1. málsgr. ákv. til brb. í orðist svo:

Við gildistöku laga þessara tekur Ferðamálastofnun Íslands við öllum eignum, réttindum og skuldbindingum Ferðaskrifstofu ríkisins og ferðamálaráðs þess, er starfaði samkv. l. nr. 4 1969.“

Ég endurtek það, að hér er einungis um leiðréttingar að ræða, en ekki ný efnisatriði. Þessar till. eru skriflegar og of seint fram komnar. Ég afhendi þær hæstv. forseta og vil mælast til þess, að hann leiti afbrigða fyrir till., þannig að þær komi til atkvgr. nú.