03.05.1974
Efri deild: 116. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 4142 í B-deild Alþingistíðinda. (3747)

310. mál, Lífeyrissjóður bænda

Frsm. (Páll Þorsteinsson):

Herra forseti. Þegar lög um Lífeyrissjóð bænda voru sett á þingi 1970, var þar um nýmæli að ræða. Þá var gert ráð fyrir því, að það þyrfti, áður en langur tími liði, að endurskoða lögin og breyta ýmsum ákvæðum þeirra, eftir því sem reynslan leiddi í ljós, að betur mætti fara. Á aðalfundi Stéttarsambands hænda, sem haldinn var sumarið 1973, var þetta mál tekið til umræðu og gerð ályktun, svo hljóðandi:

„Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1973 felur stjórn Stéttarsambandsins að heita sér fyrir endurskoðun á l. um Lífeyrissjóð bænda til þess að lagfæra m.a. ákvæði um ekknabætur, réttindi systur, þar sem systkini hafa búið saman, o.fl.“

Í framhaldi af þessu fól svo landbrh. stjórn Lífeyrissjóðs hænda að taka l. til endurskoðunar. Og í framhaldi af áskorun Stéttarsambandsins og bréfi ráðherra til stjórnar Lífeyrissjóðs bænda var frv. það samið, sem hér liggur nú fyrir til 2. umr., og er það flutt sem stjórnarfrv.

Í frv. þessu felast ekki grundvallarbreytingar á l. um Lífeyrissjóð bænda, heldur er hér um að ræða nokkrar hreytingar og lagfæringar á einstökum ákvæðum l., og eru þessar helstar:

Í frv. er kveðið svo á, að lífeyrisgreiðslur, sem þegar hafa verið úrskurðaðar, skuli miðast við grundvallarlaun árin 1969–1973. Af því leiðir, að lífeyrisgreiðslur hækka nokkuð frá því, sem nú er. Réttur til makalífeyris er rýmkaður nokkuð á þann hátt, að tímamörk, sem sett eru um fráfall bónda, til þess að réttur til makalífeyris geti stofnast, eru færð aftur, svo að nemur 4 árum, einnig á þann hátt, að heimilt verður að veita úr sjóðnum tímabundinn stuðning með greiðslu makalífeyris ungum barnlausum ekkjum, sem engan lífeyrisrétt eiga samkv. l., eins og þau eru nú. Lagt er og til í frv., að systir bónda, sem annast húsfreyjustörf á búi bróður síns, geti öðlast rétt til lífeyris, sem samsvarar makalífeyri. Þá er einnig í þessu frv. heimild fyrir sjóðsstjórn til að veita bændum utan lögbýla aðild að sjóðnum að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Og loks eru sett ákvæði um forgangsrétt iðgjaldakrafna við gjaldþrotaskipti hjá innheimtuaðila. Enn fremur er hert nokkuð á ákvæðum, er snerta söluaðila búvara, ef hann skilar ekki til sjóðsins iðgjöldum sjóðfélaga, eins og fyrir er mælt í lögunum.

Fjh: og viðskn., sem hefur athugað þetta mál, telur eðlilegt, að þær breytingar verði gerðar á l., sem í frv. þessu felast. N. leggur því til, að frv. verði samþ., en nm. hver um sig áskilja sér þó rétt til að flytja brtt. og fylgja brtt., sem fram kunna að koma.