04.12.1973
Sameinað þing: 29. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 1023 í B-deild Alþingistíðinda. (916)

383. mál, erlent hráefni til lagmetis

Fyrirspyrjandi (Bjarni Guðnason) :

Herra forseti. Það kom fram mjög svipað í svari hæstv. iðnrh. um hráefnismál lagmetisiðnaðarins og um lánamálin. Þarna eru bersýnilega hlutir, sem þarf að kippa í lag. Ég tel t. d. fráleitt, að framleiðendur skuli ekki þurfa að hlíta einhverju gæðaeftirliti í sambandi við hráefniskaup til niðurlagningar, því að mistök í þeim efnum geta eyðilagt góða markaði erlendis, sem hefur kostað e. t. v. of fjár að komast inn á. Ég treysti því, að hæstv. ráðh, reyni að taka þessi mál sem og lánamálin þeim tökum, sem viðhlítandi eru, þegar um svona mikilvægan þátt iðnaðar er að ræða.