03.09.1974
Sameinað þing: 6. fundur, 95. löggjafarþing.
Sjá dálk 159 í B-deild Alþingistíðinda. (163)

7. mál, sjónvarpsmál

Albert Guðmundsson:

Herra forseti. Ég var ekki undir það búinn, að umr. um þessa till. færu fram í dag, enda hafði forseti svarað fyrirspurnum mínum á þá leið, að í dag yrðu ekki neinar umr. um þetta mál. Úr því að umr. eru nú hafnar undir þessum dagskrárlið, hvernig ræða skuli málið, vil ég taka það strax og skýrt fram, að einkaréttur Ríkisútvarpsins í þessu tilfelli getur vel verið lagalega réttur. En mér hefur verið tjáð, að áður en íslenska Ríkisútvarpið hóf sjónvarp og til þess að hjálpa göngu þess og stofnun, hafði íslenska ríkið tekið sérstakan skatt af öllum þeim sjónvarpstækjum, sem flutt voru til landsins, og þar með beint eða óbeint leyft sjónvarpssendingar frá Keflavíkurflugvelli. Ég mótmæli því, að hér sé um þess háttar till. að ræða, að hún sé ekki þessi virði að ræða hana, og hefði gaman af því, að fram færi allsherjaratkvgr. meðal landsmanna um það, hvort ætti að leyfa Keflavíkursjónvarpið, hvort ætti að leyfa valfrelsi manna á sínu m heimilum, en ekki láta skammta sér, hvað maður má horfa á og hvað maður má heyra.

Ég ætla ekki að hafa um þetta fleiri orð að þessu sinni, en ég mótmæli því, að íslensku þjóðinni sé skammtað eitt eða annað á sínum heimilum.