18.07.1974
Sameinað þing: 1. fundur, 95. löggjafarþing.
Sjá dálk 4 í B-deild Alþingistíðinda. (5)

Rannsókn kjörbréfs

Frsm. 1. kjördeildar (Axel Jónsson):

Herra forseti. 1. kjördeild fékk til athugunar kjörbréf alþm. í 3. kjördeild, og voru kjördeildarmenn einróma samþykkir að mæla með samþykkt þeirra, en kjörbréfin eru eftirfarandi:

1. Kjörbréf Lúðvíks Jósepssonar, Neskaupstað, 2. þm. Austf.

2. Kjörbréf Jónasar Árnasonar, Kópareykjum, 5. þm. Vesturl.

3. Kjörbréf Eyjólfs K. Jónssonar, Reykjavík, 4. þm. Norðurl. v.

4. Kjörbréf Jóhanns Hafsteins, Reykjavík, 6. þm. Reykv.

5. Kjörbréf Inga Tryggvasonar, Kárhóli, 6. þm. Norðurl. e.

6. Kjörbréf Halldórs Ásgrímssonar, Höfn, Hornafirði, 5. þm. Austf.

7. Kjörbréf Gunnars Thoroddsens, Reykjavík, 2. þm. Reykv.

8. Kjörbréf Gils Guðmundssonar, Reykjavík, 3. þm. Reykn.

9. Kjörbréf Geirs Gunnarssonar, Hafnarfirði, 11. landsk. þm.

10. Kjörbréf Eggerts G. Þorsteinssonar, Reykjavík, 4. landsk. þm.

11. Kjörbréf Ásgeirs Bjarnasonar, Ásgarði, 1. þm. Vesturl.

12. Kjörbréf Jóns Árm. Héðinssonar, Kópavogi, 1. landsk. þm.

13. Kjörbréf Matthíasar Bjarnasonar, Ísafirði, 1. þm. Vestf.

14. Kjörbréf Ólafs G. Einarssonar, Garðahreppi, 5. þm. Reykn.

15. Kjörbréf Pálma Jónssonar, Akri, 2. þm. Norðurl. v.

16. Kjörbréf Ragnhildar Helgadóttur, Reykjavík, 5. þm. Reykv.

17. Kjörbréf Stefáns Valgeirssonar, Auðbrekku, 3. þm. Norðurl. e.

18. Kjörbréf Svövu Jakobsdóttur, Reykjavík, 5. landsk. þm.

19. Kjörbréf Vilhjálms Hjálmarssonar, Brekku, 1. þm. Austf.

20. Kjörbréf Þórarins Þórarinssonar, Reykjavík, 4. þm. Reykv.

Þar að auki fékk kjördeildin eftirfarandi bréf til meðferðar:

„Ég undirritaður, Þormóður Pálsson, gjaldkeri yfirkjörstjórnar Reykjaneskjördæmis, staðfesti hér með, að Karl G. Sigurbergsson skipstjóri, Hólabraut 11, Keflavík, hlaut kosningu sem 1. varamaður Alþb. í Reykjaneskjördæmi við alþingiskosningarnar 30. júní s.l.

Reykjavík, 18. júlí 1974.

Þormóður Pálsson.“

Kjördeildarmenn voru einróma samþykkir því að taka þessa yfirlýsingu gilda vegna kosningar 1. varamanns Alþb. í Reykjaneskjördæmi, Karls G. Sigurbergssonar.

Herra forseti. Við leggjum til, að áður tilgreind kjörbréf verði samþykkt.