26.02.1975
Neðri deild: 47. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 1904 í B-deild Alþingistíðinda. (1520)

Varamaður tekur þingsæti

Forseti (Ragnhildur Helgadóttir):

Svo hljóðandi bréf hefur borist til forseta Nd. Alþ., Alþingi, Reykjavík.

„Reykjavík, 26. febr. 1975.

Samkvæmt beiðni Péturs Sigurðssonar, 8. þm. Reykjav., sem nú liggur á sjúkrahúsi, leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. l. um kosningar til Alþ., að óska þess, að 1. varamaður hans, Geirþrúður Hildur Bernhöft félagsmálafulltrúi, taki á meðan sæti hans á Alþ.

Virðingarfyllst,

Þorvaldur Garðar Kristjánsson,

ritari þingfl. sjálfstæðismanna.“

Kjörbréf Geirþrúðar Hildar Bernhöft hefur verið rannsakað áður, þar sem hún hefur átt áður sæti á þessu þingi og býð ég hana velkomna til starfa hér í deildinni.